Vísindin í bragði tertunnar

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

“Á gervihnattaöld” var sungið í lagi Magnúsar Eiríkssonar, Gleðibankanum, fyrsta Eurovision framlagi Íslendinga sem flutt var af Icy-söngflokknum árið 1986. Nú erum við hins vegar líklega á gervigreindaröld þar sem vitræn hegðun véla þróast svo hratt að við munum líklegast öll enda á því að þurfa að hafa ofan fyrir hvort öðru, að atvinnu, þegar gervigreindin verður búin að leysa flest okkar starfa af hendi. En þar eru bakararnir okkar nú þegar, að hafa ofan fyrir okkur, því þeir baka einmitt gómsætar tertur fyrir veislurnar ykkar og þurfa að hafa til þess ákveðna næmni og bragðþekkingu til að baka vinsælar tertur. 

En meira að segja sérþekking eins og bragðskyn er komin undir svið gervigreindarinnar og þar kemur sýndarveruleiki einnig til sögunnar en unnið er að tilraunum í dag að endurgera bragðskyn til að þróa áfram tækni sýndarveruleika.

Bragðskyn spilar stórt hlutverk í skynjunum mannsskepnunnar en tækni hefur fram að þessu aðeins getað nýtt sér tvö af okkar skynfærum, sjón og heyrn, þótt eitthvað sé orðið um að þefskyn sé notað. Bragðskynið er þó mun margslugnara fyrir eftirhermun sýndarveruleikans þótt í framtíðinni megi sjá fyrir sér að hægt sé að sjá, þefa og smakka tertur áður en maður pantar þær í framtíðinni.

Bakararnir okkar vita að samspil bragðskyns, þefskyns og sjónar skiptir miklu máli þegar veislutertur eru annar vegar. Því leggja þeir mikla natni í að þróa terturnar með tilliti til allra þriggja þáttanna áður en við bjóðum þær í Tertugalleríinu.

Við reiknum ekki með að þetta breytist í bráð þótt tæknin kunni að taka yfir fleiri og fleiri störf hjá okkur mannfólkinu. Við erum hins vegar bjartsýn á að við munum alltaf kunna að meta handverk og að maður er manns gaman, en einmitt út á það gengur Tertugalleríð okkar – að vera til staðar fyrir veislurnar ykkar, með hágæða veitingar sem eru jafnt fyrir augað sem bragðlaukana.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →