Pantaðu tímanlega fyrir verslunarmannahelgina
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í ár er hún dagana 1.-4. ágúst. Verslunarmannahelgin er tilkomin út frá frídegi verslunarmanna og var sá dagur fyrst haldinn fyrir rúmum 122 árum, nánar tiltekið 13. september árið 1894. Það var Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) sem átti frumkvæði að því að veita starfsfólki í verslunum frí þennan dag. VR samþykkti að skipuleggja daginn svo hann yrði nýttur eins og til hans var stofnað.
Í kringum verslunarmannahelgina eru ferðalög algeng þar sem vinir og vandamenn sameinast og búa til minningar í gegnum gleðistundir. Þá er mikilvægt að gleyma ekki að gera vel við sig og mæta til leiks með ljúffengar kræsingar sem slá í gegn hjá ferðafélögum þínum.
Sælkerasalötin frá Tertugalleríinu auðvelda þér fyrirhöfnina á ferðalaginu og eru fullkomin fyrir brauðtertuna, rúllutertubrauðið, á kexið, á samlokuna eða hreinlega með niðurskornu grænmeti. Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg. umbúðum og er hægt að velja um skinku-, túnfisk- eða rækjusalat.
Ef þú vilt hafa með þér sætindi þá eru smástykki frá Tertugalleríinu tilvalin til að bjóða upp á með kaffinu í sumarbústaðnum eða til að eiga fyrir utan tjaldið á Þjóðhátíð. Það er margt í boði en við erum með ómótstæðilega lúxus bita og sæta bita, djúsí kleinuhringi, gómsæta kransablóm, litríkar makkarónur, mini möndlukökur og vinsælu bollakökurnar sem henta vel í útileguna. Smástykkin frá Tertugalleríinu eru líka einstaklega hentug að hafa með í ferðalaginu um verslunarmannahelgina.
Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta.
Skoðaðu úrvalið okkar hér og pantaðu strax í dag!
Pantaðu tímanlega
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímanlega. Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.