Fréttir — marengsterta
Þægilegri Þakkargjörðarveisla með Tertugallerí
Útgefið af Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir þann
Þakkargjörðarhátíðin nálgast óðfluga og verður haldin fimmtudaginn 27. nóvember næstkomandi, en hún er alltaf fjórða fimmudaginn í nóvember. Þakkargjörðin, eða Thanksgiving, er upprunin í Bandaríkjunum og er haldin þar, í Kanada, á nokkrum Karíbahafseyjum og í Líberíu. Upphaflega var hún hugusuð sem tækifæri til að þakka fyrir uppskeru ársins og oft heimsækir fólk sína nánustu og borðar sérstakan þakkargjörðarmat sem er yfirleitt borinn fram á stóru borði eða í formi hlaðborðs. Hefðin hefur þó breitt úr sér og það hefur færst verulega í aukana að hún sé haldin hátíðleg á Íslandi. Önnur hefð sem hefur fest sig í sessi hérlendis...
- Merki: hlaðborð, hrísmarengsbomba, Htrísmarengsbomba, Lúxus bitar, marengsbomba, marengsterta, Marengstertur, Smá stykki, Þakkargjörð, Þakkargjörðarhátíð
Þú færð veisluveigar fyrir ættarmótið hjá Tertugallerí
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er fátt sem toppar tilfinninguna þegar fjölskyldan kemur saman á ættarmóti. Á ættarmóti er tækifæri til að endurnýja tengslin, rifja upp sögur forfeðra okkar og njóta þess að vera saman með fólkinu sem maður er skyldur. Þetta eru yfirleitt dagar sem eru uppfullir af sögum, hlátri, leikjum og ævintýrum sem gera minningarnar skemmtilegar. Börnin leika sér saman og fullorðna fólkið fær að hittast í afslöppuðu andrúmslofti og allir finna hvernig samhugurinn styrkist. Þessar samkomur eru líka frábær leið til að kynnast nýjum ættingjum sem maður hefur kannski aldrei hitt áður og fjölskyldutengsl geta orðið að nýjum vináttuböndum og dýrmætum...
- Merki: Brauðréttir, marengsterta, rúllutertubrauð, Ættarmót
Ekki gleyma mæðradeginum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Mæðradagurinn er skemmtilegur dagur tileinkaður þeim konum sem hafa gefið af sér ást, umhyggju og stuðning alla ævi. Þessi dagur er dýrmæt áminning um hversu mikilvægar mæður eru í lífi okkar, hvort sem þær eru líffræðilegar mæður, ömmur, fósturmæður eða konur sem hafa haft móðurleg áhrif á líf annarra. Þessi dagur er frábært tilefni til að gleðja mæður með fallegri kveðju, blómum eða óvæntu kaffiboði. Mikilvægast er að gefa sér tíma til að sýna þakklæti og hlýju. Hjá Tertugalleríinu finnur þú ljúffeng og dísætt góðgæti til að bjóða upp á í mæðradagskaffinu. Marengstertur eru eftirlæti margra mæðra sem elska stökka...
- Merki: Makkarónukökur, marengsterta, smástykki
Tertugalleríið fagnar þínum gleðistundum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Tertugalleríið hefur fest sig í sessi sem sannkallaður sælkeraboðberi landsmanna. Hvort sem tilefnið er afmæli, útskrift, brúðkaup eða föstudagskaffi í vinnunni, þá er Tertugalleríið með úrval ljúffengra veisluveiga sem gleðja bragðlaukana. Við hjá Tertugalleríinu viljum alltaf bjóða upp á ferskar og bragðgóðar vörur þannig að þú og gestir þínir fáið að upplifa okkar bestu gæði. Við leggjum því mikla áherslu á að tertur, eins og ferskar matvörur, eru bestar þegar þær eru nýjar – semsagt alveg nýbakaðar. Allar kökur og tertur Tertugallerísins eru ferskvörur sem þýðir að þær eru bakaðar sama dag og afhending fer fram, svo þeirra megi njóta...
- Merki: BrauðréttirBrauðterta, frönsk súkkulaðiterta, Gleðistundir, gulrótarterta, marengsterta, Rúllubrauðterta, Súkkulaðiterta með nammi og mynd, Sælkerasalat, Þriggja laga amerísk súkkulaðiterta
Bjóddu upp á marengsbombu á áramótunum!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Áramótin eru einstakur tími þar sem fortíð og framtíð mætast í einu augnabliki. Þetta eru stundir þar sem við horfum um öxl, hugleiðum árið sem er að líða og fögnum komandi ári með nýjum vonum og tækifærum. Áramótin gefa okkur tækifæri til að staldra við og endurmeta líf okkar. Við spyrjum okkur spurninga eins og: Hvað tókst mér að áorka á þessu ári? Hvernig stóð ég mig í tengslum við markmið mín? Hvað get ég gert betur á nýju ári? Þetta er tíminn þar sem við horfum á árangur okkar og mistök, lærum af reynslunni og ákveðum hvernig við viljum...