Bjóddu upp á marengstertu í næsta saumaklúbbi
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þrátt fyrir hraðann og streitu nútímasamfélagsins halda saumaklúbbar áfram að vera vinsæl hefð á Íslandi. Í gegnum tíðina hafa saumaklúbbar verið að hittast reglulega, ræða málin og styrkja tengslin.
Þótt upphaflega hafi klúbbarnir snúist um handavinnu, hefur áherslan í dag færst meira yfir á samveruna sjálfa. Í mörgum saumaklúbbum er ekki lengur saumað, heldur deilt sögum og spjallað um lífið og tilveruna. Það sem er skemmtilegt við saumaklúbba er sú hefð sem hefur skapast í kringum þá að koma saman og njóta ljúffengra veitinga.
Bjóddu upp á marengstertu í næsta saumaklúbbi
Við hjá Tertugalleríinu mælum með Marengstertunum okkar fyrir næsta hitting hjá saumaklúbbnum þínum. Þær fegra öll veisluborð og þykja sérstaklega hentugar fyrir þá sælkera sem elska stökka áferð sem bráðnar í munni og veitir sælutilfinningu. Við bjóðum upp á þrjár mismunandi bragðtegundir af marengsbombum, hver annarri ljúffengari og ALLAR tilvaldar í saumaklúbbinn þinn!
Marengsbomban okkar er einstaklega falleg púðursykurmarengsterta með rjómafyllingu. Skreytt með marengsbitum, karamellu, súkkulaði og ferskum berjum. Marengsbomban fæst í 15 og 30 manna stærðum. Við hjá Tertugalleríinu heitum þér því að hún mun slá í gegn!
Hrísmarengsbomban okkar er 15 manna bomba úr tveimur lögum af púðursykursmarengs með hrískúlum og vanillurjóma með kokteilávöxtum á milli. Hrísmarengsbomban er síðan hjúpuð með rjómasúkkulaðiganas og toppuð með Nóa kroppi. Þessi bomba er algjör hamingju hvellur hjá þeim sem elska Nóa Kropp!
Banana- og kókosbomban er 15 manna marengsveisla. Þessi ljúffenga terta er í senn stökk og mjúk. Mýktin kemur úr kókossvampbotni með súkkulaði, rjóma og bönunum meðan stökki hlutinn inniheldur mulinn púðursykursmarengs með súkkulaðiganas. Þegar kemur að vinsældum banana- og kókosbombunnar á veisluborðinu skiptir aldurinn engu máli!
Það er einnig tilvalið að bjóða upp á Lúxus- og Sæta bita. Þeir eru fullkomin samblanda af veisluveigum sem samanstanda af fagurfræði og einstökum bragðgæðum. Þessir bitar eru ekki aðeins gullfallegir á veisluborðið, heldur gleðja þeir bragðlaukana þeirra sem njóta bitana. Bitarnir eru tilvaldir fyrir hvers kyns veislu þar sem komið er saman til að fagna, gleðjast eða njóta samvistar við samstarfsfólk, vini eða ættingja.
Lúxus bitarnir samanstanda af tíu kransabitum, tíu makkarónukökum og tíu vatnsdeigsbollum með saltaðri karamellu og er bakkinn skreyttur með ferskum berjum.
Sætu bitarnir samanstanda af tíu mjúkum kókostoppum, tíu súkkulaðikökubitum og tíu vatnsdeigsbollum með léttþeyttum rjóma og er þessi bakki einnig skreyttur með ferskum berjum.
Smástykki frá Tertugalleríinu eru ljúf og sæt hamingja í einum bita og frábær viðbót í saumaklúbbinn þinn samhliða marengstertunni eða Lúxus- og Sætu bitunum. Hægt er að velja úr mörgum bragðgóðum og dísætum smástykkjum sem slá alltaf í gegn og þess þá heldur fegra smástykkin öll veisluborð þar sem þau eru borin fram.
Á vefsíðu okkar eru óteljandi tertur og veitingar sem við teljum tilvaldar til að bjóða upp á í saumaklúbbnum, en auðvitað er hægt að velja hvað sem er og nota hugmyndaflugið. Skoðaðu endilega fjölbreytta og ljúffenga úrval okkar hér og njóttu þess að gleðja þína saumaklúbbsgesti!
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og saumaklúbburinn er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímalega. Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar þínar. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Lúxus bitar, Marengstertur, Saumaklúbbur, smástykki, Sætir bitar