Fréttir
Tertugallerí - ekki bara tertur!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugallerí erum heltekin af tertum – eins og sést í nafni okkar. En við erum yfir okkur hrifin af allskonar bakstri og bakkelsi. Það sést best á því að úrvalið hjá okkur er ekki bara tertur, nei síður en svo. Skoðaðu þig um á síðunni okkar og sjáðu allt það gómsæta bakkelsi sem við bjóðum upp á.
Fáðu þér brúðartertu á brúðkaupsafmælinu!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Haltu steypiboð með veitingum frá Tertugallerí
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Steypiboð njóta sífellt meiri vinsælda á Íslandi. Það er ekki að ósekju því fátt er yndislegra en að taka á móti nýjum einstaklingum í heiminn og fátt skemmtilegra en að fagna með tilvonandi móður. Erlendis eru steypiboðin yfirleitt haldin til heiðurs tilvonandi móður og koma henni á óvart. Hér á landi er allur gangur á því hvort móðirin heldur boðið sjálf eða hvort vinkonur hennar halda henni boðið. Hvort heldur sem er er boðið ætíð skemmtilegt og enda tilefnið ærið og gleðilegt. Tertugallerí býður upp á frábærar veitingar sem henta frábærlega í steypiboðin.
Eflið fyrirtækjabraginn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er kunnara en frá þurfi að segja að fátt eflir frekar samstöðu og starfsanda á vinnustað en þegar starfsmenn setjast niður saman, ræða málin og kynnast. Þá er gott að hafa eitthvað gott að maula á og Tertugallerí hefur gríðar gott úrval af kaffiveitingum sem henta.
- Merki: marengsterta, súkkulaðiterta, terta, tertur
Veitingar í saumaklúbbinn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þó það sé erfitt að viðurkenna það styttist óðfluga í haustið. Þá færist meiri regla á hlutina og við förum aftur að sinna ýmsum verkefnum og áhugamálum sem sátu á hakanum yfir sumarið. Nú hefjast skólar og sumarfríum lýkur. Kórastarf er að hefjast aftur og sömuleiðis allskyns klúbba- og hópastarf. Í mörgum saumaklúbbum tíðkast að veita veitingar og þar erum við hjá Tertugallerí aldeilis á heimavelli. Hafðu minna fyrir veitingunum og pantaðu tertu hjá okkur.
- Merki: Hrísmarengsbomba, marengsbomba, marengsterta, skonsur, súkkulaðiterta, terta, tertur