Fréttir

Menningarnæturkaffiboð

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þær eru margar bæjarhátíðirnar út um allt land, Fiskidagurinn mikli á Siglufirði, Í túninu heima í Mosfellsbæ, franskir dagar á Fáskrúðsfirði og svo mætti lengi telja. Stærsta bæjarhátíðin er þó vafalaust Menningarnótt í Reykjavík en þá bæjarhátíð sækja iðulega um hundrað þúsund manns. Mörgum finnst upplagt að gera sér dagamun á menningarnótt og bjóða til kaffisamsætis. Þá kemur til kasta Tertugallerís sem á allt sem prýða má góða veislu.

Lestu meira →

Lokað fyrir pantanir helgarinnar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Vegna mikils álags höfum við lokað fyrir frekari pantanir með afhendingu um helgina. Hægt er að panta tertur sem afgreiðast skulu á mánudag. 

Við afsökum þau óþægindi sem þetta kann að skapa og þökkum skilninginn.

Lestu meira →

Gómsæt Gulrótarterta

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ef mikið stendur til er gott að geta notið aðstoðar við verkin. Þannig er Tertugallerí alltaf til þjónustu reiðubúið þegar kemur að því að baka. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda úrvalið glæsilegt. Hefur þú til dæmis skoðað Gulrótartertuna okkar? Hún er 15 manna og sérlega gómsæt. 

Lestu meira →

Veldu brúðartertu frá Tertugallerí

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sumarið er tími brúðkaupanna og nú eru margir búnir að fara í eitt eða fleiri brúðkaup í sumar. Þó sumarbrúðkaup séu alltaf yndisleg eru æ fleiri farnir að skipuleggja brúðkaupið sitt að hausti, þegar aðeins er farið að rökkva og fallegt er að hafa kveikt á kertum. Brúðarterturnar frá Tertugallerí henta veislum á hvaða árstíma sem er.

Lestu meira →

Allt fyrir afmælið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er gaman að eiga afmæli, það vita allir. Það er sérstaklega gaman á sumrin þegar veðrið leikur við okkur og fuglasöngur fyllir loftin. Tertugallerí Myllunnar býður upp á allar veitingar sem hægt er að hugsa sér fyrir afmæli, hvort sem er að sumri eða vetri.

Lestu meira →