Fréttir

Það haustar vel fyrir skírn eða nafngjöf

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Öll heitum við einhverjum nöfnum sem okkur voru gefin fyrir löngu síðan en sjaldan hugleiðum við hvernig við fáum þessu nöfn. Algengastar eru tvær leiðir, það sem við höfum kallað skírn annars vegar og hinsvegar nafngjöf en munur er á þessum tveimur leiðum. Oft er talað með almennum hætti um að barn hafi hlotið skírn. Það verður þó að hafa í huga að skírn er í raun og veru ekki nafngjöf heldur kristin trúarathöfn þar sem við verðum þegnar í ríki Krists. Það er þó algengast hér á landi að nafn barns verði fyrst nefnt við skírnina sjálfa og því...

Lestu meira →

Fagnaðu Degi íslenskrar náttúru með lautarferð

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þann 16. september er tyllidagur sem tilvalið er að nýta sér en dagurinn var skipaður Dagur íslenskrar náttúru árið 2010 af Ríkisstjórn Íslands. Dagurinn er ennfremur fæðingardagur hins ástsæla Ómars Ragnarsonar sem hefur barist ötullega fyrir náttúruvernd undanfarna áratugi. Ómar hefur í gegnum störf sín einnig frætt okkur um mikilvægi íslenskrar náttúru og flogið flugvél sinni, Frúnni, um allar trissur til að færa okkur boðskap náttúruverndar. Á svona tyllidegi er tilvalið að skella sér í lautarferð, ef veður leyfir. Nýttu tækifærið og gríptu með þér bollakökur með íslenska fánanum og fagnaðu íslenskri náttúru, í íslenskri náttúru með íslenskum bollakökum. Mundu...

Lestu meira →

Stutt í HM. Pantaðu súkkulaðitertu með þínu liði

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Flest eigum við það sameiginlegt að eiga okkur einhver sameiningartákn en líklegast eru íþróttafélög landsins, eins fjölbreytt og þau eru, vinsælust til að flagga hollustu okkar og liðsanda. Þar er líka af nógu að taka en talið er að ríflega fimm hundruð íþróttafélög starfi á Íslandi. Varla er til sá þéttbýliskjarni á landinu sem ekki státar af að minnsta kosti einu íþróttafélagi. Samkvæmt UMFÍ sýna rannsóknir einnig að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur ýmis jákvæð áhrif á líðan og hegðun barna og ungmenna. Í því starfi sameinast ungir sem aldnir við bæði leik og störf með sameiginleg markmið að leiðarljósi....

Lestu meira →

Vantar þig smá sætt með fyrir afmælið?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hjá okkur fást kransabitar, kleinur og kleinuhringir, skúffubitar, bollakökur, gulrótarbitar, möndlukökur og auðvitað makkarónur en allt er þetta hentugt í veislur og kaffiboð og geymist nægilega vel til að hægt sé að njóta veitinganna daginn eftir

Lestu meira →

Bjóddu mini-möndlukökur til að gleðja börnin í skólabyrjun

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Eins og landsmenn hafa tekið eftir síðustu daga eru skólarnir byrjaðir. Ungviðið er mætt í grunnskólana og unga fólkið mætir í mennta- og háskólana. Umferðin er tekin að þéttast og það fer því ekkert á milli mála að rútína vetrarins er hafin. Þegar börn hefja skólagöngu er þess yfirleitt beðið með eftirvæntingu. Fróðleiksfús mæta börnin á fyrsta skóladaginn og hitta kennara og aðra nemendur og eignast ef til vill nýja vini. Á slíkum tímamótum er tilefni til að fagna og það gæti því verið þjóðráð að panta mini-möndlukökur og bjóða nýjum vinum í léttar veitingar til að styrkja vinskapinn. Framundan...

Lestu meira →