Fréttir
Fagnaðu Fullveldisdegi Íslands, 1 desember
Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann
Íslendingar eru gömul þjóð en ungt lýðveldi. Ísland fékk fullveldi þann 1. desember 1918 þegar Danmörk viðurkenndi að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. Þessi dagur er mikilvægur í íslenskri sögu og hann er tilvalinn tyllidagur til að brjóta upp skammdegið og fagna því að tilheyra einu friðsælasta landi heims. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig andrúmsloftið var á þessum tíma 1918. Íslendingar glímdu við mjög harðan vetur þetta ár, Frostaveturinn mikla þar sem frostið fór víða niður fyrir -30 gráður á Celcius. Hafís var víða fastur við land og sagt er að hægt hafi verið að...
Mundu eftir Tertugalleríinu fyrir jólahlaðborðið
Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann
Nóvember er genginn í garð og þá er sennilega öllum orðið óhætt að leyfa sér að hlakka til jólanna. Yfir landsmenn dynja núna auglýsingar um jólahlaðborð og jólatónleika og fyrstu jólalögin eru byrjuð að heyrast í útvarpinu. Framundan er sá tími sem miklvægast er að hleypa smá gleði og birtu í líf sitt. Jóladrykkirnir eru einnig komnir í verslanir og ljóst er að næstu vikur verða þétt setnar jólahlaðborðum fyrirtækja og stofnana.En vinnustaðir eru af öllum stærðum og gerðum og ekki hentar alltaf að halda jólahlaðborðið á veitingastöðum eða í sölum. Það færist því í aukanna að starfsfólk haldi jólahlaðborðin...
Hrekkur og gott með hrekkjavökutertu
Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann
Hrekkjavakan er komin til að vera á Íslandi enda er hún siður sem bæði ungum sem öldnum finnst skemmtilegur. Hrekkjavakan er að auki sérlega góð viðbót við íslenskt skammdegi og lífgar svo sannarlega upp á það með sínum graskerslit og skrautlegu fígurum. Það er sjálfsagt að taka hrekkjavökunni vel því hún er ekki eingöngu amerískur siður því hrekkjavöku má rekja til kelta en þeir færðu þakkir fyrir uppskeru sumarsins og boðuðu komu veturs kvöldið fyrir allraheilagramessu, eða All Hallow's Eve sem síðar varð að Halloween. Siðurinn er því ekki svo fjarlægur Íslandi því keltar og víkingar áttu um aldir í...
Kleinur fyrir gönguhópinn þegar vetur gengur í garð
Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann
Fyrsti vetrardagur er laugardaginn 22. október. Á þeim tímapunkti geta Íslendingar deilt um árstíðirnar, hvort þær séu fjórar, eða bara tvær og ef þær eru tvær hvort það sé bara vor og haust eða bara vetur og sumar. Ekki er víst að jörð sé hvít fyrsta vetrardag enda oft enn hlýtt, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, þótt eitthvað sé farið að grána í Esjunni á þessum tíma. Það er þó jafnljóst að vetur er að ná tökum á tímanum og það mun fara kólnandi. Fátt er huggulegra á vetrar eftirmiðdegi en að hugga sig við kaffi og kleinur en það...
Pöntum bleikt og styðjum við Bleiku slaufuna
Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann
Þessa dagana er árveknisátak Bleiku slaufunnar í fullum gangi en um er að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í átakinu er talað um að sýna lit, bleikann, til að minna okkur á að mikilvægt er að skima fyrir krabbameinum. Skimanir í leghálsi og brjóstum bjarga lífi fjölda kvenna en alltaf má gera betur í skimunum og því þarf minna á og viðhalda vitund um skimanir. Við hjá Tertugalleríinu sínum líka bleikann lit og bjóðum af tilefni Bleiku slaufunnar bleikar tertur sem eru tilvaldar til að halda upp á Bleika daginn 14. október.Pantaðu tímanlega...