Fréttir

"Baby Shower" eða Steypiboð? Tertan fæst allavega hér!

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Það færist í aukana að íslenskar mæður haldi það sem á ensku kallast "baby shower" en á Íslandi hefur ekki tekist vel að finna góða þýðingu á þennan skemmtilega viðburð sem snýst um að fagna því að barn sé á leiðinni. Þau orð sem helst hafa verið nefnd til sögunnar á Íslandi eru Steypiboð, Barnasturta og Barnafögnuður. Þau hafa hinsvegar ekki fest sig almennilega í sessi. Hafir þú góða ábendingu þá erum við tilbúin að leggja þér lið með því að taka hana til notkunar hér hjá okkur. Þar sem Tertugalleríið á vinsælar tertur fyrir steypiboð, eins og við höfum...

Lestu meira →

Áfram Ísland - Áfram súkkulaðiterta

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er ekki hægt að neita því að andrúmsloftið í samfélaginu sé skemmtilega spennuþrungið um þessar stundir. HM veislur eru að finna á mörgum heimilum sem og vinnustöðum, og umræðan í samfélaginu snýst að miklu leyti um frammistöðu A-landslið karla í handknattleik. Það er sami stemmari hjá Tertugalleríinu og viljum við því mæla með skotheldri leið til að koma þínum gestum skemmtilega á óvart með bragðgóðri súkkulaðitertu með íslenska fánanum. Þú getur fengið súkkulaðitertuna sem 15 manna, 30 manna eða 60 manna. Við bjóðum einnig upp á bollakökur með íslenska fánanum sem svíkur engan, frekar en súkkulaðitertan okkar. Hugum að...

Lestu meira →

Nýtt útlit á vinsælu brauðtertunum!

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Tertugalleríið hefur fyrir löngu slegið í gegn með sínu góða úrvali af tertum af öllu tagi. Á sama tíma og Tertugalleríið byrjaði að bjóða upp á brauðtertur átti sér mikill vöxtur í vinsældum brauðtertanna á Íslandi. Upp spruttu Facebook hópar um brauðtertur eins og Brauðtertufélag Erlu og Erlu sem hefur notið mikilla vinsælda enda sýnir fólk mikið listfengi þar í hönnun sinni. Elsta auglýsing sem við höfum fundið fyrir brauðtertur er síðan í nóvember 1959 í Morgunblaðinu en þar má sjá Brauðborg á Frakkastíg 14 auglýsa Cocktailsnittur, Kanapin og brauðtertur. Það er því ljóst að brauðtertuhefðin er orðin vel gróin...

Lestu meira →

Pantið tímanlega fyrir Bóndadaginn 20. janúar

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Terturnar frá Tertugalleríinu njóta mikilla vinsælda allt árið um kring og því er dálítið mikilvægt að panta tímanlega til að vera viss um að allt gangi upp á mikilvægustu viðburðum lífs okkar. Yfir hátíðarnar verður lokað í Tertugalleríinu þann 24. 25. 26. og 31. desember auk 1. janúar. En strax á nýju ári verður stutt í næsta tyllidag sem er Bóndadagurinn en þá er til siðs að panta gómsætar tertur til að heiðra herrana í lífi okkar. Bóndadagurinn er 20. janúar en nafn dagsins kemur frá miðri 19. öld og tengist hann fyrsta degi í þorra. Húsbændur fögnuðu semsagt þorranum...

Lestu meira →

Bleikar tertur söfnuðu 458 þúsundum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Eins og góðir viðskiptavinir okkar vita runnu 15% af allri sölu Tertugallerísins í bleikum vörum í október til Krabbameinsfélags Íslands í tilefni af átaksverkefninu Bleikur október en átakið fjallar um baráttuna gegn krabbameini hjá konum og er árlegur viðburður. Tertugallerí bauð upp á fjórar vörur í tilefni átaksins, allar í bleiku og voru fyrirtæki og einstaklingar dugleg að nýta sér tiltækið og styðja við átakið. Tertugalleríið hefur núna skilað því sem safnaðist vegna átaksins en það voru kr. 458.002 sem renna óskiptar til Krabbameinsfélags Íslands. Við hjá Tertugalleríinu þökkum ykkur viðskiptavinum fyrir að hjálpa okkur við söfnunina og vonum að...

Lestu meira →