Fréttir

Pantaðu kransaköku fyrir Menningarnótt 20. ágúst!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þeir eru ekki mjög margir tyllidagarnir á haustmánuðunum og því er full ástæða til að gera sér dagamun við öll hugsanleg tækifæri. Gleðigöngunni er nýlokið og það þýðir að næst er komið að Menningarnótt en þá er einmitt tilvalið að gerast dálítið menningarleg og kynda upp fyrir gott kvöld með vinum og ættingjum með því að bjóða í "high tea". Fátt er hátíðlegra en kransakökur og kransabitar en við hjá Tertugalleríinu bjóðum glæsilegar kransakörfur í tveimur stærðum, kransaskál, ósamsettar kransakökur og allskonar kransabita. Sláðu upp flottu teboði með freyðivíni og kransakökum fyrir Menningarnótt, mundu bara að panta tímanlega og skemmta...

Lestu meira →

Hefurðu boðið vinahópnum í kransakökufondú?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Kransakökur, kampavín og sætar og litríkar ídýfur með kurli er akkúrat það sem hentar til að bjóða glæsilegum vinahóp. Hér eru fjórar uppskriftir af ídýfum fyrir frábært kransaköku og kampavínskvöld.

Lestu meira →

Kökustandar fyrir brúðkaup, skírnir, fermingar og útskriftir

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fyrir fjölmenn brúðkaup er oft stór útgjaldaliður að kaupa nægilega mikið af brúðkaupstertum fyrir alla gestina en oft lítur fólk framhjá hagkvæmari kostum þar sem örlítil útsjónarsemi getur tryggt nægar veitingar fyrir alla, fyrir mun lægri kostnað.

Lestu meira →

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertur, eins og flestar aðrar matvörur, eru ferskastar og bestar þegar þær eru alveg nýjar. Allar tertur Tertugallerísins eru ferskvörur, bakaðar sama dag og afhending fer fram svo þeirra megi njóta þegar þær eru ferskastar. Það er því klárt, að best er að neyta þeirra samdægurs og því gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar. En, stundum eru afgangar og við viljum enga matarsóun heldur. Hvað gerum við þá? Það er nefnilega ekki svo einfalt og því höfum við tekið saman örfá góð ráð fyrir þig. Hefðbundnar tertur eins og brúntertur með kremi borgar sig ekki að...

Lestu meira →

Toppaðu brúðkaupið með dásamlegum veitingum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Brúðkaup er án efa einn stærsti dagur í lífi allra para. Brúðkaupsdagurinn er oftast skipulagður marga mánuði fram í tímann og allir lausir endar hnýttir því allt þarf að vera á sínum stað.

Lestu meira →