Fréttir

Þú færð steypiboðs-tertuna hjá okkur!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Oft myndast tilefni til að fagna og gera sér glaðan dag með vinum og ættingjum. Okkur hjá Tertugalleríinu þykir sérstaklega gaman að fá til okkar pantanir og fyrirspurnir fyrir steypiboð eða „babyshower“ en sú hefð hefur færst í aukana hérlendis á undanförnum árum. Það er um að gera að nýta hvert tilefni til að gæða sér á góðum mat og njóta samveru. Steypiboðin eru haldin í því skyni að koma verðandi foreldrum á óvart og sjá því yfirleitt vinir og fjölskylda um að skipuleggja óvænta veislu áður en barnið kemur í heiminn. Í kringum slíkar veislur þarf oft að viðhafa...

Lestu meira →

Hann á afmæli í dag!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Til hamingju með daginn í dag, öll þið sem fagnið honum. Afmælisbarn dagsins er Quentin Jerome Tarantino, sem fagnar 60 ára stórafmæli í dag. Tarantino (eins og hann er oftast nefndur) er bandarískur kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur sem hefur átt mikillar velgengni að fagna á sínum ferli. Við hjá Tertugalleríinu vonumst þess að þið sem fagnið afmæli ykkar í dag fáið súkkulaðitertu í tilefni dagsins, því hjá okkur eru allir afmælisdagar súkkulaðidagar, sérstaklega þegar súkkulaðitertur eru bornar fram. Við vitum líka að bragðgóð og klassísk súkkulaðiterta gleður jafnt unga sem aldna, sama hvort sé verið að fagna afmæli eða góðum mánudegi...

Lestu meira →

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu viljum alltaf bjóða upp á ferskar og bragðgóðar vörur á veisluborðið þitt þannig að þú og gestir þínir fáið að upplifa okkar bestu gæði. Við leggjum því þunga áherslu á að tertur, eins og ferskar matvörur, eru bestar þegar þær eru nýjar – semsagt alveg nýbakaðar. Allar tertur Tertugallerísins eru ferskvörur sem þýðir að þær eru bakaðar sama dag og afhending fer fram, svo þeirra megi njóta þegar þær eru ferskastar og með mestu gæðin fyrir bragðlaukana. Þetta á líka við um brauðterturnar og aðrar brauðvörur frá Tertugalleríinu, því staðreyndin er sú að ferskt brauð í brauðtertum...

Lestu meira →

EFTIRFARANDI DAGAR ERU FULLBÓKAÐIR OG LOKAÐ ER FYRIR PANTANIR

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

AFGREIÐSLUTÍMAR TERTUGALLERÍS & PANTANIR Mánudagur til og með fimmtudegi: Pantanir þarf að staðfesta með greiðslu fyrir kl. 14:00 á mánudögum til og með fimmtudögum ef vara á að afhendast daginn eftir. Pantanir sem eiga að afhendast á mánudegi þarf að staðfesta með greiðslu fyrir kl. 14 á föstudögum. Laugardagur og sunnudagur: Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að staðfesta pöntun með greiðslu fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Tímamörkin eru með fyrirvara um að ekki sé þegar lokað fyrir pantanir vegna anna.   PANTAÐU TÍMANLEGA FYRIR FERMINGUNA Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum...

Lestu meira →

Salötin frá Tertugalleríinu fyrir brauðtertugerðina

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ef þið viljið spreyta ykkur áfram í brauðtertugerð fyrir fermingarveisluna erum við hjá Tertugalleríinu með tilbúin bragðgóð sælkerasalöt til að einfalda ykkur undirbúninginn. Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg umbúðum og er hægt að velja um þrjár tegundir. Skinku-, túnfisk- eða rækjusalatið auðveldar þér fyrirhöfnina við brauðtertugerðina og við mælum með vinsælu rúllutertu- eða brauðtertubrauðunum frá Myllunni, sem fást í helstu matvöruverslunum. Þar að auki eru sælkerasalötin fullkomin viðbót á veisluborðið með alls konar kexi og brauðtegundum. Auðveldaðu þér fyrirhöfnina fyrir veisluna og pantaðu þitt uppáhalds sælkerasalat. Skoðaðu úrvalið og nánari upplýsingar hér. Pantið tímanlega Tertugallerí hefur í mörg ár...

Lestu meira →