Fréttir
Gleðilegan 1. maí!
Útgefið af Erla Björg Eyjólfsdóttir þann
Hvort sem þið eruð að fjölmenna í kröfugöngur, mæta á útifundi sem verða haldnir í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins eða hreinlega að taka því rólega heima, viljum við hjá Tertugalleríinu óska þér og þínum gleðilegan og ánægjulegan baráttudag. Áfram þið!
- Merki: 1. maí, Baráttudagur
Er útskrift á næsta leiti?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sú árstíð er gengin í garð þar sem útskriftarveislur eru tíðar og við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fallegum og ljúffengum útskriftarveigum. Við vitum að það er góður siður að fagna þegar merkum áfanga er náð og eftir mikla vinnu og álag er gaman að gleðjast með sínum nánustu og eiga góða stund áður en næsti kafli tekur við. Við mælum sérstaklega með marsípantertunum okkar, þær eru eins ljúffengar eins og þær eru glæsilegar og hægt er að prenta myndir á terturnar og setja texta að eigin vali. Marsípanterturnar eru með svampbotni, frómas-fyllingu og ávöxtum, prýddar fallegum...
- Merki: kransakaka, Kransakarfa, Marsípanterta, Tilefni, Útskrift, Útskriftarterta, Útskriftarveisla, Þitt eigið tilefni
Gleðilegt sumar!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Í dag er sumardagurinn fyrsti og því ber að fagna og bera þá von í brjósti að við fáum öll gott sumar. Að því tilefni viljum við hjá Tertugalleríinu óska þér og þínum gleðilegs sumar og þökkum kærlega fyrir samfylgdina á þeim viðburðarríka vetri sem er að líða. Á sama tíma óskum við þess að þú og þínir eigið gott sumar sem framundan er.
- Merki: Gleðilegt sumar, Sumar, Sumarkveðja
Skipulag fyrir stóra daginn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Brúðkaup er án efa einn stærsti dagur í lífi allra para. Brúðkaupsdagurinn er oftast skipulagður marga mánuði fram í tímann og allir lausir endar hnýttir því allt þarf að vera á sínum stað. Að mörgu þarf að hyggja og umstangið getur verið mismikið, því allt fer það eftir því tilstandi sem tilvonandi brúðhjón ætla að hafa. Það er líka þörf að ræða tímabilið sem einkennir aðdragandann að stóra deginum, sem getur valdið auka álagi. Við hjá Tertugalleríinu teljum mikilvægt að hefja undirbúning tímanlega. Því meiri tími sem lagður er í undirbúninginn því betra verður skipulagið. Við vitum líka að það...
- Merki: Brúðartertan, Brúðkaup, Brúðkaupsdagurinn, Brúðkaupsveislan, Lafði Díana, Lafði Grace, Lafði Kate, Pantið tímanlega, Skipulag, Undirbúningur
Er fundur framundan?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það skiptir ekki máli hvert tækifærið er, bragðgóðar og fallegar snittur og tapas snittur frá Tertugalleríinu er frábær hugmynd. Snitturnar eru tilvaldar fyrir alla tíma dagsins, á fundinn, í veisluna, eða í árbítsboð með vinum og ættingjum, þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi. Þú getur valið af mörgum tegundum sem eru hver annarri gómsætari og snitturnar eru þægilegar til framreiðslu. Lágmarkspöntun eru sex snittur sömu tegundar og þær snittur og tapas snittur sem við bjóðum upp á eru roastbeefsnitta, rækjusnitta, karrýsíldarsnitta, tapas snitta með tapas skinku og camembertosti, tapas snitta með hunangsristaðri skinku og piparosti, tapas...
- Merki: Bragðgott, Föstudagskaffi, Fundur, Karrýsíldarsnitta, Ljúffengt, Makkarónukökur, Makkarónur, Roastbeefsnitta, Rækjusnitta, Snittur, Tapas snitta með hunangsristaðri skinku og paprikuosti., Tapas snitta með hunangsristaðri skinku og piparosti, Tapas snitta með salami og hvítlauksosti, Tapas snitta með tapasskinku og camembertosti, Tapas snittur, Tilefni, Vinnufundur, Þitt eigið tilefni