Kleinuhringir Tertugallerísins

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það eru fáar sælkeravörur sem vekja eins mikla ánægju fyrir bragðlaukana og kleinuhringir, eða „Donouts“ eins og þeir eru oft kallaðir. Þessi dísætu og mjúku hringir hafa verið með okkur í einni eða annarri mynd í margar aldir og hefur þróast úr einföldum steiktum deigbögglum í listasýningu með glassúrum, fyllingum og litagleði.

 Upphaf kleinuhringjanna má rekja til Evrópu þegar fólk bjó til sætt deig sem þau steiktu í heitri fitu sem var svipað og íslenskar kleinur í dag. Þetta var vinsælt á hátíðum og kallaðist til dæmis „olykoek“ í Hollandi, sem þýðir „olíukaka“. Þegar Hollendingar fluttu til Bandaríkjanna tóku þeir þessa uppskrift með sér og þannig byrjaði sagan af kleinuhringnum í Ameríku.

Á Íslandi hefur kleinan lengi verið vinsæl, en á síðustu áratugum hafa kleinuhringirnir orðið vinsælli. Framboð hefur aukist og í dag stendur til boða fjölbreytt úrval af gljáðum, fylltum og skreyttum kleinuhringjum sem gleðja jafnt börn sem fullorðna.

Kleinuhringir Tertugallerísins

Hjá Tertugalleríinu finnur þú úrval litríka og ljúffenga kleinuhringja sem gleðja bragðlaukana. Hvort sem þú vilt litla bita með fersku bragði eða mýkt og karamellu í einum munnbita, þá er eitthvað fyrir alla í kleinuhringjalínunni okkar. Hvort sem þú ert að leita af fallega skreyttum veisluveigum, sætum bita með kaffinu eða gleðja vini, vandamenn eða samstarfsfólkið, þá eru kleinuhringirnir frá Tertugalleríinu það eina sem þú þarft. Litlu kleinuhringirnir koma 30 stykki saman á bakka og stóru kleinuhringirnir koma 10 stykki saman í kassa.

Litlir kleinuhringir með sítrónubragði og skrauti eru léttir og sólríkir með fínlegu sítrónubrosi.

Litlir kleinuhringir með bláberjabragði og skrauti eru mildir og safaríkir með sumri í hverjum bita. Litlir kleinuhringir með appelsínubragði og skrauti eru ferskir í bragði og vekja dísæta athygli.

Litlir bleikir kleinuhringir með jarðaberjabragði og jarðaberjasykurperlum eru gómsætir og sérstaklega fallegir á veisluborðið.

Litlir kleinuhringir með súkkulaði eru dásamleg súkkulaðiveisla fyrir bragðlaukana og slá alltaf í gegn. 

Kleinuhringir með karamelluglassúr eru mjúkir og deigkenndir með ríku karamellulagi sem bráðnar í munni.

Kleinuhringir með brúnum glassúr eru klassískir og dásamlega ljúffengir sem eru frábærir með rjúkandi kaffibolla eða ísköldu mjólkurglasi.

Á vefsíðu okkar eru óteljandi tertur og veisluveigar sem eru tilvaldar til að bjóða upp á þegar þú ert að fagna skemmtilegu tilefni eða gleðja þá sem þér þykir vænt um, en auðvitað er hægt að velja hvað sem er og nota hugmyndaflugið. Skoðaðu endilega fjölbreytta og ljúffenga úrval okkar hér!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða fagnaðartilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta.

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. 

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →