Einfaldaðu barnaafmælið með veitingum frá Tertugallerí

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Að fagna afmæli barnsins í fjölskyldunni er alltaf skemmtilegt og sannkallaður hápunktur ársins hjá barninu. Afmælisveislur gefa ættingjum og vinum líka tækifæri til að hittast, rifja upp góða tíma og endurvekja tengsl. Ef barnið er farið að bjóða í vina- eða bekkjarafmæli er einnig mikið fjör og krakkarnir njóta þess að leika sér í góðra vina hópi, hvort sem það er heima fyrir eða á öðrum stað.

Engin fyrirhöfn – súkkulaðikaka með mynd að eigin vali

Barnaafmæli eru þó stundum fyrirhafnarsöm fyrir foreldra og að mörgu að huga. Það þarf að ákveða veitingar, kaupa inn og loks elda og baka herlegheitin. Einnig eru margir með fallegar skreytingar sem annað hvort eru keyptar eða föndraðar ásamt blöðrum, kertum, dúkum og borðbúnaði. Þó að þetta sé skemmtilegt ferli hefur færst í aukana síðastliðin ár að foreldrar spari sér sporin og kaupi tilbúnar veitingar í veisluna. Það bæði auðveldar allan undirbúning og gefur foreldrum aukið færi á því að njóta með barni, vinum og ættingjum án þreytunnar sem fylgir miklum bakstri og eldamennsku.

Við hjá Tertugallerí sérhæfum okkur í glæsilegum veisluveigum. Við bjóðum meðal annars upp á úrval af tertum, en það er sérstaklega sniðugt að panta súkkulaðiköku með mynd fyrir barnaafmælið. Ef þú vilt auka enn frekar við glæsilegt veisluborð mælum við með marengstertunum okkar eða sætum bitum eins og litríkum kleinuhringjum. Til viðbótar bjóðum við upp á ljúffeng brauðsalöt og rúllutertubrauð sem hitað er í ofni með engri fyrirhöfn.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og saumaklúbburinn er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímalega. Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar þínar. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →