Fréttir
Nú geturðu greitt með debetkorti í vefverslun okkar
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er okkur sönn ánægja að greina frá því að nú getur þú greitt fyrir tertur sem þú kaupir hjá okkur í vefverslun Tertugallerísins með debetkorti. Áður var einungis mögulegt að greiða með kreditkorti á Netinu. Skoðaðu úrvalið hjá Tertugalleríinu og keyptu þér gómsæta tertu. Notaðu debetkortið þitt til ganga frá viðskiptunum á Netinu.
- Merki: Afmæli, afmælisterta, debetkort
Fáðu þér pönnuköku í réttunum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Margir bíða spenntir eftir réttunum á haustin. Bændur og göngumenn eru víða farnir til fjalla að leita fjár enda eru réttardagar sumstaðar hafnir. Það er tilvalið að taka með sér nesti frá Tertugalleríinu í leitir og bjóða líka upp á góðgæti eftir réttir.
Fallegt brúðkaup í sumarlok
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er fátt fallegra en að ganga í hjónaband í sumarlok. Hápunkturinn í öllum brúðkaupsveislum er þegar brúðarhjónin skera brúðartertuna og bjóða upp á kaffi og með því. Tertugalleríið býður upp á mikið úrval af tertum fyrir þá sem vilja eiga góðar minningar úr brúðkaupinu.
Bjóddu upp á tertu á Menningarnótt
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Menningarnótt í Reykjavík er á laugardag. Þetta er ein af fjölsóttustu hátíðum landsins. Við höfum tekið saman tillögur að sérlega listrænum og menningarlegum tertum ásamt öðru bakkelsi sem tilvalið er að bjóða upp á með kaffinu á Menningarnótt.- Merki: Menningarnótt, pönnukökur, Reykjavík
Ástvina minnst á fallegan hátt
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það fylgir því oft mikil sorg þegar ættingjar eða vinir sem fallið hafa frá eru jarðsettir. Það er engu að síður góður siður að minnast hins látna með fallegri erfidrykkju þar sem þeir sem þekktu hann eða hana í lifanda lífi geti hist og spjallað. Það er gott að geta á auðveldan hátt útvegað veitingar í erfidrykkjuna hjá Tertugalleríinu.
- Merki: andlát, erfidrykkja