Fréttir
Hvað á barnið að heita?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Ertu að skíra? Skírnin er einn af fallegustu viðburðunum í lífi nýbakaðra foreldra enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita. Þetta er stór stund enda mun barnið bera nafnið um aldur og ævi. Foreldrar vilja bjóða upp á eftirminnilegt og fallegt góðgæti í skírnarveislunni. Kransakörfur og kransablóm eru upplagðar við þessi fallegu tilefni.- Merki: kransablóm, kransakörfur, Skírn, skírnarveisla
Fagnaðu fullveldinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Vissir þú að Íslendingar voru einu sinni með kóng yfir sér? Íslendingar fengu fullveldi frá Dönum 1. desember árið 1918 og urðum við þá þá að mestu leyti sjálfstæð þjóð. Það er tilvalið að halda upp á þennan merka dag í Íslandssögunni og bjóða upp á gott meðlæti með kaffinu. Skoðaðu tillögur okkar hjá Tertugalleríinu sem tengjast 1. desember.
- Merki: 1. desember, fullveldi, kleinur, pönnukökur, sjálfstæði
Við munum hann Jónas
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Dagur íslenskrar tungu rennur upp 16. nóvember næstkomandi. Á þessum degi er haldið í heiðri minningu fjölfræðingsins og skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Á þessum degi er við hæfi að bjóða upp á bókartertu frá Tertugalleríinu eða annað þjóðlegt meðlæti á borð við upprúllaðar pönnukökur og kleinur.
Bjóddu pabba þínum upp á tertu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Feðradagurinn er sunnudaginn 8. nóvember næstkomandi. Þetta er fallegur dagur í lífi feðra. Það er fátt betra en að bjóða pabba sínum í kaffi á þessum degi og gleðja hann með fallegri tertu eða öðru meðlæti frá Tertugalleríinu. Þú getur valið úr ýmsum veislukostum fyrir föður þinn hjá Tertugalleríinu.
- Merki: faðir, Feðradagurinn, pabbi
Fagnaðu vetri!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Mikið er um að vera næstsíðustu helgina í október. Þá er haustfrí gefið í mörgum skólum landsins í tilefni af því að vetur konungur er að koma í heimsókn. Fyrsti vetrardagur er nefnilega laugardaginn 24. október næstkomandi. Það er upplagt að fagna komu vetrar með tertu eða öðru góðgæti frá Tertugalleríinu með kaffinu um helgina.
- Merki: Fyrsti vetrardagur, pönnukaka, skonsa