Fréttir

Skemmtileg jólahefð að bjóða upp á kransakökur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Allir þekkja gómsætu kransakökurnar sem hafa verið á veisluborðum landsmanna svo lengi sem elstu menn muna. Sérstaklega eru þær tengdar skírn, fermingu og útskrift. Færri tengja kransakökurnar við jólin, þó sú tenging hafi verið sterk á fyrri hluta síðustu aldar. Mörg fyrirtæki senda viðskiptavinum súkkulaði fyrir jólin.

Lestu meira →

Fagnaðu útskriftinni með okkar aðstoð

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ósamsett kransakaka er praktísk og góð lausn fyrir útskriftina

Þó flestir tengi útskriftir og útskriftarveislur við vorið er alltaf stór hópur sem útskrifast úr framhaldsskólum og háskólum í lok árs. Gott er að undirbúa veisluna með fyrirvara enda yfirleitt nóg að gera við að undirbúa jólin í desember. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á mikið úrval af tertum  fyrir útskriftina.

Lestu meira →

Afmæliskökur slógu í gegn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Talið er að rúmlega tvö þúsund manns hafi komið og snætt súkkulaðitertur sem Tertugalleríið bauð upp á í tilefni af 130 ára afmæli Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg á fjölskyldudegi safnsins á laugardag. Þetta er um fjórfalt fleiri gestir en venjulega sækja Listasafnið en alla jafna eru gestirnir í kringum 600 um helgar.

Lestu meira →

Listasafn Íslands býður þjóðinni upp á tertur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Listasafn Íslands fagnar 130 ára afmæli á þessu ári. Haldið verður upp á daginn á sérstökum fjölskyldudegi í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg laugardaginn 18. október. Tertugalleríið hefur af þessu tilefni búið til tertur með listaverkum eftir nokkra meistara íslenskrar myndlistarsögu. Boðið verður upp á terturnar í Listasafninu klukkan 13.

Lestu meira →

Konunglegar hvítar brúðkaupstertur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hvítar brúðkaupstertur njóta mikilla vinsælda hjá okkur í Tertugalleríinu, en rétt eins og á brúðarkjólunum táknar hvíti liturinn hreinleika. Það er þó ekki uppruni þeirrar hefðar að bjóða upp á hvíta brúðkaupstertu.

Lestu meira →