Fréttir

Af hverju langar þig í súkkulaðiköku núna?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Mannskeppnan þarf að borða til að þrífast en það hvað við borðum ræðst af miklu leyti af því hvernig okkur líður. Til dæmis hvort við erum svöng, södd en með pláss fyrir eitthvað sætt, eða höfum þörf til að lyfta okkur aðeins upp eða hvort við hreinlega þurfum að losna undan því að baka súkkulaðiköku fyrir morgunkaffið í vinnunni. Tilefnin til að borða eru þannig ansi misjöfn en tilefnin ráða því hvað við veljum okkur að borða. Við fáum okkur til dæmis ekki súkkulaðiköku í morgunmat og við borðum ekki morgunkorn með kvöldkaffinu. Súkkulaðikökur eru þannig tengdar jákvæðum tilefnum, einhverju...

Lestu meira →

Ef þú ert með tilefni þá gerir Tertugallerí þér undirbúningin auðveldan

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tilefni til upplyftingar geta verið fjölbreytt þegar auðvelt er að panta góðgæti frá Tertugallerínu til að hafa með. Afmæli, partí, stóráfangar í leik og starfi eða bara góð stund til að hafa það huggulegt með vinnufélögunum, það skiptir ekki máli – við eigum flest það sem þarf til að gera þér undirbúninginn auðveldan.

Lestu meira →

Pantaðu alvöru makkarónur frá Tertugalleríinu fyrir jólin

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Makkarónur eru franskur bakstur eins og hann verður hvað fallegastur. Litríkar makkarónur með ljúffengu kremi og stökkum hjúp í ýmsum óvæntum bragðtegundum eru kjörnar á veisluborðið... eða bara með kaffinu sem heldur manni gangandi í aðdraganda jólanna.

Lestu meira →

Kransabitar á aðventunni og eitthvað sætt með?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er stutt í aðventuna og þá gefast tækifæri til að hafa það hugglegra en venjulega. Kransabitar frá Tertugalleríinu eru kjörnir sem upplyfting á aðventunni en bitarnir geymast vel, eru sérlega ljúffengir með kaffibolla, jólaglöggi, desertvíni eða púrtvíni. Kransabitar krefjast þess að drykkurinn sem notið er sé dálítið mikið sætur og það hentar vel góðum tilefnum þar sem kransabitar eru vinsælir til að halda upp á eitthvað skemmtilegt. Sætt freyðivín getur þó passað vel með líka, áfengt eða óáfengt eins og víða fæst orðið í dag, svo sem eins og Cava, Kampavín eða Cremant. Allajafna er freyðivín vinsælla þurrt en...

Lestu meira →

Af hverju eru brauðtertur svona vinsælar á norðurlöndunum?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Í opna Facebook hópnum Brauðtertufélag Erlu og Erlu eru núna um 12 þúsund meðlimir. Þar er myndum deilt af girnilegum brauðtertum og áhuginn er greinilega mikill á metnaðarfullum brauðtertum. Tertugallerí hefur núna um langt skeið gert gott mót með brauðtertunum sínum og hafa vinsældirnar stigið jafnt og þétt í takt við endurreisn vinsælda brauðtertunnar eins og sjá má í þessum vinsæla Facebook hóp Brauðtertufélagsins. En hver er ástæðan fyrir því að brauðtertur eru svona vinsælar? Smørrebrødstærte á dönsku, voileipäkakku á finnsku eða smörgåstårta á sænsku og auðvitað brauðterta á íslensku er framreiðsluaðferð á smurbrauði sem virðist að mestu einangruð við...

Lestu meira →