Fréttir — þitt tilefni
Fátt er vinsælla en brauðtertur fyrir allar gleðistundir
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugallerí erum afar stolt af gómsætu og gullfallegu brauðtertunum okkar. Fátt er vinsælla í veislum en brauðtertur og tilvalið fyrir allar gleðistundir. Tilefnin eru mismunandi og því erum við með nokkar mismunandi girnilegar tegundir af brauðtertum og þar á meðal eru ljúffengar vegan brauðtertur. Ef þú vilt spreyta þig í brauðtertugerð í vetur fyrir brúðkaupið eða afmælisveisluna erum við líka með tilbúin bragðgóð sælkerasalöt. Skinku-, túnfisk- eða rækjusalatið auðveldar þér fyrirhöfnina fyrir veisluna. Hafðu svo eitthvað svolítið sætt með til að setja punktinn yfir i-ið. Með bitum, bollakökum eða öðru minna með verður tilefnið fullkomið. Skoðaðu svolítið sætt með >>
- Merki: afmælisveisla, brauðterta, brauðtertugerð, brúðkaupsdagurinn, smástykki, Sætt með!, þitt tilefni
Pantaðu gómsæta súkkulaðitertu með mynd fyrir öskudaginn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Nú er rétti tími til að undirbúa öskudaginn. Því fyrr því betra! Tertugallerí er með tertur fyrir alla á þessum gleðidegi ungu kynslóðarinnar. Það mikið úrval af gómsætum tertum og kökum hjá okkur. Tertugalleríið ætlar að vera þar sem gleðin býr! Einna vinsælast á þessum gleðidegi er gómsæt súkkulaðiterta með nammi og mynd. Bragðgóður súkkulaðitertubotn með súkkulaði, skreytt með M&M og brúnu smjörkremi á kantinn gleður alla í fjölsyldunni. Sendu okkur texta og mynd til að setja á tertuna fyrir öskudaginn. Unga kynslóðin gerir sér glaðan dag á öskudeginum og á Íslandi hafa þróast ýmsir siðir kringum bolludag, sprengidag...
- Merki: bolludagur, gleðidagur, grímubúningur, öskudagur, sprengidagur, súkkulaði, súkkulaðiterta, súkkulaðiterta með mynd, Súkkulaðiterta með mynd nammi og texta, súkkulaðiterta með mynd og texta, súkkulaðiterta með nammi, Þitt tilefni
Haltu upp á sigra með tertu merktri fyrirtækinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Haltu upp á sigra og fagnaðu áfanga með tertu merktri fyrirtækinu eða félaginu þínu. Komdu starfsfélögunum á óvart með bragðgóðri tertu með merki fyrirtækisins eða félagsins, mynd eða þeim skilaboðum sem þú vilt koma á framfæri. Til að gleðja fólkið þitt er góð hugmynd að bæta við gómsætar tapas snittum við pöntunina eða jafnvel fallegar kokteilsnittur. Snittur eru fullkomnar fyrir fólkið þitt enda einfalt og þæginlegt að bjóða upp á snittur þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi.
- Merki: bragðgott, fögnuður, fyrirtækjatertur, kokteilsnittur, sigur, snittur, starfsfélagar, starfsmenn, súkklaðiterta með mynd og texta, súkkulaðiterta, Súkkulaðiterta með mynd, tapas snittur, tertugallerí, þitt tilefni
Frönsk stemning um helgina með gâteau au chocolat
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Skapaðu þína eigin frönsku stemningu með eitthvað huggulegt og kósý um helgina. Við skulum hjálpa þér. Þú kemst aðeins nær franskri stemningu með því að segja eitthvað fallegt á frönsku. Byrjum bara á því sem þú ætlar að bjóða uppá. Þú getur þetta! Þú byrjar á því að setja smá stút á munninn og segir svo gâteau au chocolat aftur og aftur. Það sem þú ert að segja er frönsk súkkulaðiterta, hin bragðgóða og gómsæta. Við hættum ekki hér heldur höldum áfram að segja eitthvað franskt. Endurtaktu petit gâteau de forme arrondie með smá frönskum elegans. Þetta eru litlu hringlaga litríku...
Sæt tækifærisgjöf með 20 litlum gómsætum kransabitum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Ert þú að leita að gjöf sem gleður? Þá getur þú verið viss um að hitta í mark með því að kaupa litla gómsæta kransabita í poka merktum Tertugallerí. Nú er hægt að kaupa hjá okkur sæta tækifærisgjöf með 20 stk. litlum bragðgóðum kransabitum í fallegum poka. Frábær gjöf fyrir öll tækifæri. Hægt er að kaupa þetta á staðnum, það þarf ekki endilega að leggja inn pöntun deginum áður. Við afgreiðum þessa vöru samdægurs. Falleg, ljúf og sæt hamingja fyrir mömmu, pabba, ömmu og afa, frænku og frænda, vinina og samstarfsmenn – jafnvel fyrir þig líka! Kauptu tækifærisgjöf í netverslun...
- Merki: afmæli, ástin, börnin, brúðkaup, Kransabitar, skírn, Sætt með!, Tækifærisgjöf, Útskrift, vinur, þitt tilefni