Fréttir — Þitt eigið tilefni
Þú færð ljúffengar veisluveigar fyrir útskriftarveisluna hjá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sú árstíð er gengin í garð þar sem útskriftarveislur eru tíðar og við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fallegum og ljúffengum veisluveigum til að fullkomna veisluna þína. Við mælum sérstaklega með marsípantertunum okkar, þær eru eins ljúffengar og þær eru glæsilegar og hægt er að prenta myndir á terturnar og setja á þær texta að eigin vali. Marsípanterturnar eru með svampbotni, frómas-fyllingu og ávöxtum, prýddar fallegum sykur- og súkkulaðiskreytingum og eru fáanlegar í fjórum bragðtegundum; súkkulaði-frómas með kokteilávöxtum, jarðarberja-frómas með jarðarberjum, Irish Coffee-frómas með kokteilávöxtum og karamellu og Daim-frómas með kokteilávöxtum. Form og stærðir marsípanstertanna eru fjölbreyttar...
- Merki: Kransaskál, Marsípanterta, Pantið tímanlega, Stúdent, Stúdentaveisla, Tilefni, Útskrift, Útskriftarveisla, Þitt eigið tilefni
Eyddu tímanum í annað en bakstur!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Afmælisdagurinn er sérstakur dagur hjá mörgum börnum og spenningurinn oft ótrúlega mikill fyrir honum. Margir foreldrar og forráðamenn vilja hafa afmæli barnsins eins eftirminnilegt og hægt er og góður undirbúningur er lykilatriði til að takmarka umstangið í kringum afmælið. Við undirbúning barnaafmælis er mikilvægt að huga að afmælistertunni en margir kjósa að eyða sínum eigin tíma í annað bakstur og panta sér því tertur og fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Fyrir það fyrsta fást tertur á mjög hagstæðu verði. Sem dæmi má taka að einföld afmælisterta með nammi hjá Tertugalleríinu fyrir 15 manns kostar aðeins 3183 krónur. Tíminn getur oft...
- Merki: Afmæli, Afmælisterta, Pantið tímanlega, Súkkulaðiterta með mynd, Súkkulaðiterta með nammi og mynd, Tilefni, Þitt eigið tilefni
Fagnaðu alþjóðlega hamingjudeginum með smástykkjum frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tekur ákvörðun um að ákveðnir dagar, vikur, ár og jafnvel áratugir skuli helgaðir tilteknum málefnum á vettvangi samtakanna. Hamingja er grundvallarmarkmið mannsins og er alþjóðadagur hamingjunnar tilvalin dagur til að njóta hamingjunnar. Frá árinu 2013 hafa Sameinuðu þjóðirnar haldið upp á þennan jákvæða dag sem leið til að viðurkenna mikilvægi hamingju í lífi fólks á heimsvísu. Miðvikudagurinn 20. mars er alþjóðlegi dagur hamingjunnar og hvetja Sameinuðu þjóðirnar einstaklinga á hvaða aldri sem er, ásamt öllum kennslustofum, fyrirtækjum og stjórnvöldum að taka þátt í deginum. Af tilefni þessa dags viljum við hjá Tertugalleríinu hvetja alla til að fagna...
- Merki: Alþjóðadagur hamingjunnar, Fagnaðu, Hamingju, Pantaðu tímanlega, Smástykki, Tilefni, Þitt eigið tilefni
Fagnaðu áfangasigri með tertu frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er alltaf ánægjulegt þegar árangri að settu markmiði er náð og þá er upplagt að nota tækifærið til að fagna honum með bros á vör. Oft liggur mikil vinna að baki slíkum sigrum og okkur hjá Tertugalleríinu finnst tilvalið að fagna þeim með súkkulaðitertu merktri fyrirtækinu eða félaginu þínu. Komdu á óvart með bragðgóðri súkkulaðitertu með merki þíns fyrirtækis eða félags eða þeim skilaboðum sem þú vilt koma á framfæri. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns (58 x39cm)....
- Merki: Áfangasigur, Fagna, Pantaðu tímanlega, Súkkulaðiterta, Tilefni, Veisluveigar, Þitt eigið tilefni
Hvernig fermingarveislu vill fermingarbarnið halda?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Fermingin er merkur áfangi í lífi fermingarbarnsins og fjölskyldunnar allrar. Vegurinn liggur frá barnæskunni til fullorðinsáranna og allt er mögulegt. Við hjá Tertugalleríinu segjum alltaf að það er mikilvægt að leyfa fermingarbarninu tilvonandi að vera með í ráðum og hafa áhrif á hvernig umgjörð veislunnar verður, því fermingardagurinn er ein af stóru stundunum í lífi hvers barns og hefur að geyma dýrmætar minningar. Til eru margar útfærslur af fallegum fermingarveislum og þarf að líta til þess hvað höfðar til hvers og eins. Þá erum við ekki einungis að tala um magnið fyrir hvern rétt sem er pantaður og borinn fram,...
- Merki: Ferming, Ferming 2024, Fermingarbarn, Fermingarveisla, Tilefni, Veisla, Veisluveigar, Þitt eigið tilefni