Fréttir — tertur
Eflið fyrirtækjabraginn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er kunnara en frá þurfi að segja að fátt eflir frekar samstöðu og starfsanda á vinnustað en þegar starfsmenn setjast niður saman, ræða málin og kynnast. Þá er gott að hafa eitthvað gott að maula á og Tertugallerí hefur gríðar gott úrval af kaffiveitingum sem henta.
- Merki: marengsterta, súkkulaðiterta, terta, tertur
Veitingar í saumaklúbbinn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þó það sé erfitt að viðurkenna það styttist óðfluga í haustið. Þá færist meiri regla á hlutina og við förum aftur að sinna ýmsum verkefnum og áhugamálum sem sátu á hakanum yfir sumarið. Nú hefjast skólar og sumarfríum lýkur. Kórastarf er að hefjast aftur og sömuleiðis allskyns klúbba- og hópastarf. Í mörgum saumaklúbbum tíðkast að veita veitingar og þar erum við hjá Tertugallerí aldeilis á heimavelli. Hafðu minna fyrir veitingunum og pantaðu tertu hjá okkur.
- Merki: Hrísmarengsbomba, marengsbomba, marengsterta, skonsur, súkkulaðiterta, terta, tertur
Menningarnæturkaffiboð
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þær eru margar bæjarhátíðirnar út um allt land, Fiskidagurinn mikli á Siglufirði, Í túninu heima í Mosfellsbæ, franskir dagar á Fáskrúðsfirði og svo mætti lengi telja. Stærsta bæjarhátíðin er þó vafalaust Menningarnótt í Reykjavík en þá bæjarhátíð sækja iðulega um hundrað þúsund manns. Mörgum finnst upplagt að gera sér dagamun á menningarnótt og bjóða til kaffisamsætis. Þá kemur til kasta Tertugallerís sem á allt sem prýða má góða veislu.
- Merki: hrísmaeer, Hrísmarengsbomba, menningarnótt, súkkulaðiterta, terta, tertur
Stundum þarf ekkert tilefni!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

- Merki: kransablóm, marsipanterta, nafngift, skírn, súkkulaðiterta, tertur, útskrift, veisla
Sjómannadagur á sunnudaginn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Nú um helgina verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Þá fögnum við starfi, hetjudáð og fórnfýsi sjómanna. Ekki er það heldur að ósekju því það er sjávarútvegurinn sem hefur haldið lífi í þjóðinni í gegnum súrt og sætt. Pantaðu tímanlega tertu fyrir sjómannadaginn! - Merki: hátíð hafsins, Sjómannadagur, tertur