Fréttir — súkkulaðiterta
Eflið fyrirtækjabraginn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er kunnara en frá þurfi að segja að fátt eflir frekar samstöðu og starfsanda á vinnustað en þegar starfsmenn setjast niður saman, ræða málin og kynnast. Þá er gott að hafa eitthvað gott að maula á og Tertugallerí hefur gríðar gott úrval af kaffiveitingum sem henta.
- Merki: marengsterta, súkkulaðiterta, terta, tertur
Veitingar í saumaklúbbinn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þó það sé erfitt að viðurkenna það styttist óðfluga í haustið. Þá færist meiri regla á hlutina og við förum aftur að sinna ýmsum verkefnum og áhugamálum sem sátu á hakanum yfir sumarið. Nú hefjast skólar og sumarfríum lýkur. Kórastarf er að hefjast aftur og sömuleiðis allskyns klúbba- og hópastarf. Í mörgum saumaklúbbum tíðkast að veita veitingar og þar erum við hjá Tertugallerí aldeilis á heimavelli. Hafðu minna fyrir veitingunum og pantaðu tertu hjá okkur.
- Merki: Hrísmarengsbomba, marengsbomba, marengsterta, skonsur, súkkulaðiterta, terta, tertur
Menningarnæturkaffiboð
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þær eru margar bæjarhátíðirnar út um allt land, Fiskidagurinn mikli á Siglufirði, Í túninu heima í Mosfellsbæ, franskir dagar á Fáskrúðsfirði og svo mætti lengi telja. Stærsta bæjarhátíðin er þó vafalaust Menningarnótt í Reykjavík en þá bæjarhátíð sækja iðulega um hundrað þúsund manns. Mörgum finnst upplagt að gera sér dagamun á menningarnótt og bjóða til kaffisamsætis. Þá kemur til kasta Tertugallerís sem á allt sem prýða má góða veislu.
- Merki: hrísmaeer, Hrísmarengsbomba, menningarnótt, súkkulaðiterta, terta, tertur
Allt fyrir afmælið
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er gaman að eiga afmæli, það vita allir. Það er sérstaklega gaman á sumrin þegar veðrið leikur við okkur og fuglasöngur fyllir loftin. Tertugallerí Myllunnar býður upp á allar veitingar sem hægt er að hugsa sér fyrir afmæli, hvort sem er að sumri eða vetri.
- Merki: afmæli, marengsterta, súkkulaðikaka, súkkulaðiterta, terta
Terta í tjaldinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Nú er hásumar og margir eru á ferð og flugi um landið. Flestir halda mest upp á þennan tíma ársins og vilja nýta hann til fullnustu, hvort sem það er með garðveislu heima, notalegum dögum í bústað eða hoppi á milli tjaldsvæða í leit að besta veðrinu. Komdu ferðalöngunum á óvart og vertu með tertu frá Tertugallerí í farangrinum!
- Merki: bústaður, gulrótarterta, súkkulaðikaka, súkkulaðiterta, sumarbústaður, sumarfrí, terta, tjald